Skip to main content

Kaffihlaðborð Áskaffi góðgæti

By June 18, 2025Fréttir

Í sumar verður boðið uppá glæsileg kaffihlaðborð með hnallþórum og allskonar góðgæti sem Herdís eigandi Áskaffi framleiðir og gefur gestum sínum tækifæri á að koma og njóta í fallegu umhverfi í félagsheimilinu Héðinsminni í Skagafirði þar sem Áskaffi er til húsa.

Kaffihlaðborðin verða fyrstu helgi í hverjum mánuði fram á haustið. Opið verður bæði laugardag og sunnudag frá kl. 14-18.

Borðin svigna undan gómsætum kökum og brauði og ég bið ykkur vel að njóta.

Verðið er 3.900 kr. á manninn fyrir 12 ára og eldri, 2.000 kr. fyrir yngri. Ef bókað er fyrir hóp sem telur fleiri en 20 manns þá kostar það 3.500 kr. á manninn. Síminn er 6996102 eða sendið skilaboð hér frá síðunni og ég hef samband við fyrsta tækifæri.

Verið ávallt velkomin til mín í kaffihlaðborð og aðrar veitingar.

Kær kveðja,

Herdís