Héðinsminni
Héðinsminni er félagsheimili í Akrahreppi hinum forna í Blönduhlíð í Skagafirði. Húsið er byggt 1921 fyrir fé sem Símon Skarphéðinsson bóndi í Djúpadal gaf í minningu sonar síns, Skarphéðinn, sem drukknaði í Héraðsvötnum. Þaðan kemur nafngiftin Héðinsminni, en var upphaflega kallað Héðinshöll.
Saga Héðinsminnis
Húsið Héðinshöll, sem er elsti hluti Héðinsminnis, var byggt í minningu Skarphéðins Símonarsonar er drukknaði í Héraðsvötnum 15. nóvember 1914. Skarphéðinn og faðir hans Símon voru bændur í Litladal. Símon lagði peninga í sjóð til minningar um son sinn og fyrir þá peninga var húsið byggt. Héðinshöll, sem yfirleitt var kallað Akrahúsið eða Þinghúsið var vígt 1921. Það er þar sem núna er salurinn í Héðinsminni.
Þrisvar sinnum hefur verið byggt við; 1961, 1990 og 1992. Akrahreppur, ungmennafélagið og kvenfélagið kostuðu viðbygginguna 1961. Hér í Þinghúsinu var byrjað að kenna árið 1932 og kennt til 1954 en þá var horfið að kennslu aftur á heimilum vegna þess að Akrahúsið þótti henta illa til kennslu, þá aðallega vegna kulda. Næstu árin áttu sér stað miklar umræður um framtíðarskólahúsnæði. Svo var tekin ákvörðun um að byggja við húsið og nota bæði sem skóla og félagsheimili.
Árið 1961 var viðbyggingin tibúin og eftir það hefur húsið verið kallað Héðinsminni. Þetta sama haust 1961 hófst kennsla á ný í húsinu eftir sjö ára hlé og kallaðist hann Akraskóli. Mesti fjöldi nemenda til prófs í skólanum var árið 1966, þá 65 nemendur. Fjöldi nemenda skólaárið 1998-99 var 21 og fór fækkandi. Skólinn var lagður niður árið 2006 og í dag sækja nemendur leik- og grunnskóla í Varmahlíð.
Sveitarfélagið hefur gert fimm ára rekstrarsamningur (2023-2027) við ahsig ehf.
Staðsetning
Héðinsminni er um 8 km frá Varmahlíð á leið til Akureyrar. Ekinn er afleggjari í Stóru-Akra (um 500 m). Gott aðgengi er að húsinu og bílastæði fyrir stærri rútur.
Leiga á Héðinsminni
Salurinn tekur 80 manns í sæti, í heildina 120 manns í sitjandi veislu. Í salnum eru tvær senur. Bókahorn, píanó. Hljóðkerfi er í húsinu og hljóðnemi. Myndvarpi og tjald. Púlt í tveimur stærðum.
Í eldhúsinu eru venjulegur kæliskápur, helluborð, kaffivél til uppáhellingar, 6 hæða bökunarofn, iðnaðar uppþvottavél. Leirtau er til staðar fyrir 100 manns. Engin grill.
Áskaffi býður þjónustu fyrir hópa.
Nánari upplýsingar
Leiguverð
-
Leigan er 75.000 kr. fyrir helgina, þ.e. frá kl.12:00 á föstudegi til kl.12:00 á sunnudag.
- Leiga fyrir fund eru 55.000 krónur dagurinn. Innifalið eru: Salurinn í uppstillingu eftir óskum leigutaka, aðgangur að eldhúsinu, uppáhellt kaffi, þrif á eftir.
- Leiga á salnum 4 klst eru 25.000 krónur. Innifalið eru: Afnot af eldhúsi og þrif.
- Leiga á dúkum: 3.500 krónur stykkið, þvottur er innifalinn.







