Hópar

Áskaffi í Héðinsminni býður upp á þjónustu við hópa:

  • Hádegisverður, kaffiveitingar, kvöldverður
  • Leiðsögn um Akrabæinn
  • Lágmarksstærð hópa er 10 manns
  • Leitið tilboða, hafið samband 

Nánari upplýsingar

Hópur í mat
Fiskisúpa

Fiskisúpa

íslensk kjötsúpa

Kjötsúpa

Sterk gúllas súpa

Kjúklingasúpa

Kjúklingasúpa

Hádegisverður

Súpa, brauð og salat úr héraði 3.900 kr.
Oftast eru tvær súpur. Í boði eru fiskisúpa, grænmetissúpa, kjúklingasúpa, kjötsúpa. Heimabakað brauð. Ferskasta salatið úr héraði hverju sinni.
Smáréttadiskur 7.500 kr.
Smurt, sætt, salt og reykt saman á einum disk.

Kaffiveitingar

Kaffi og tertusneið 1.750 kr.
Kaffi eða te. Tertusneiðin getur verið marengs, sherryterta Herdísar eða sítrónuostaka.
Dalalífsdúettinn 1.950 kr.
Heitt súkkulaði og upprúlluð pönnukaka með sykri. Innblásið af Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi.
Eftirlæti Ásbirninga 3.500 kr.
Gamli diskurinn, smakkdiskur með hefðbunnum mat (súrt, reykt, salt, hert).
Kaffihlaðborð 3.900 kr.
Allt að tuttugu tegundir td. hnallþórur eins og marengs, sherryterta Herdísar, sítrónuostakaka. Brauðterta, smurt, pönnukökur, kleinur.

Kvöldverður

Súpa, brauð og salat úr héraði 3.900 kr.
Í boði eru fiskisúpa, grænmetissúpa, kjúklingasúpa og íslensk kjötsúpa. Heimabakað brauð. Ferskasta salatið úr héraði hverju sinni.
Smáréttadiskur 7.500 kr.
Smurt, sætt, salt og reykt saman á einum disk.
Hefðbundinn heimilsmatur, hlaðborð, þriggja rétta 11.900 kr.
Hlaðborð með hefðbundum heimilismat, eins og hjá ömmu.
Hefðbundinn heimilsmatur, hlaðborð, tveggja rétta 7.900 kr.
Hlaðborð með hefðbundum heimilismat, eins og hjá ömmu, nema tvírétta: aðalréttur og annað hvort forréttur/eftirréttur.

Eftirlæti Ásbirninga

Smáréttadiskur

Kaffi og tertusneið

Kvöldverðarhlaðborð

Kvöldverðarhlaðborð

Akrabærinn

Akrabærinn stendur steinsnar frá Áskaffi í Héðinsminni

  • Boðið er uppá leiðsögn um gamla bæinn
  • með eða án veitinga 
Akrabærinn

Stóru-Akrar

  • Árið 1919 hófst bygging  félagsheimilis, Byggt var við það árið 1961 og það nefnt Héðinsminni.
  • Árið 1953 friðaði þjóðminjavörður leifar gamla bæjarins, bæjardyrahús, hluta af göngum og þinghúsið.
  • Árið 1968 var afhjúpaður minnisvarði um Skúla Magnússon, aftan við gamla bæinn.

Stóru-Akrar í Blönduhlíð eru einn af sögufrægustu höfuðbólum Skagafjarðar. Staðurinn á sér alda langa sögu sem miðstöð valda, menningar og búsetu, en þar sátu gjarnan höfðingjar, sýslumenn og aðrir áhrifamenn héraðsins. Nafn staðarins er dregið af frjóu landslagi og góðum ræktunarskilyrðum sem gerðu jörðina að einni dýrustu og eftirsóttustu eign fyrri alda. 

Á 18. öld voru Stóru-Akrar landsþekkt setur þegar Skúli Magnússon, síðar landfóstri, bjó þar sem sýslumaður Skagfirðinga. Hann hóf þar miklar framkvæmdir og er sagt að hann hafi látið reisa þar eitt glæsilegasta hús landsins á þeim tíma. Síðar bjó þar Bjarni Halldórsson, sýslumaður og fræðimaður, sem gerði staðinn að mikilvægu fræðasetri. Á þessum tíma voru Akrar í raun eins konar stjórnsýslumiðstöð fyrir Norðurland.

Á Stóru-Ökrum stóð kirkja allt til ársins 1892, en hún var lögð niður þegar ný kirkja var reist í Viðvík. Staðurinn er einnig þekktur fyrir hina merkilegu Akra-stofu, sem var fornt timburhús sem stóð á bænum. Hún var talin ein dýrmætasta bygging sinnar tegundar á Íslandi vegna útskurðar og handverks, en hún var síðar tekin niður og flutt til Kaupmannahafnar og þaðan á Þjóðminjasafnið þar sem hlutar hennar eru varðveittir.

Stóru-Akrar eru í dag dæmigerður skagfirskur stórbýlisstaður þar sem sagan andar úr hverju horni, umlukin tignarlegum fjallahring Blönduhlíðarinnar.

Heimsókn í Akrabæinn

Heimsókn í Akrabæinn (án veitinga) 1.000 kr.
Leiðsögn um Akrabæinn
Heimsókn í Akrabæinn ásamt Eftirlæti Ásbirninga 4.500 kr.
Leiðsögn um Akrabæinn, með smakkdisk með hefðbundnum íslenskum mat

Auður Herdís Sigurðardóttir, eigandi Áskaffis er dóttir Sigurðar Björnssonar en hann er fæddur í Akrabænum. Afi og amma Herdísar bjuggu í Akrabænum frá 1918 – 1937 en þá fluttu þau í steinhús sem þau höfðu reist á Akratorfunni. 

Viltu leigja

Félagsheimilið Héðinsminni

Leiga fyrir ættarmót & mannfagnaði

Scroll to Top