Matarslóðir Skagafjarðar

Áskaffi í samstarfi við Crisscross matarferðir býður upp á dagsferðir um matarslóðir í Skagafirði

  • Ferðir með leiðsögn staðkunnugra
  • Heimsóknir til bænda og smáframleiðenda
  • Veitingar í Héðinsminni og smakk
Criss Cross Food Tours

Dagsferðir um matarslóðir Skagafjarðar

Við bjóðum upp á fjölbreyttar dagsferðir þar sem gestir fá að kynnast ríkri matarmenningu héraðsins. Á ferð okkar um matarslóðir Skagafjarðar heimsækjum við bændur og handverkshús sem leggja metnað sinn í að nýta ferskt hráefni úr heimabyggð, allt frá nýveiddum fiski og hágæða lambakjöti yfir í sultur og osta.

Ferðirnar eru bæði ánægjulegar fyrir bragðlaukana og jafnframt veita þær dýpri innsýn í sögu og hefðir svæðisins. Hvort sem notið er dýrindis máltíðar í notalegu félagsheimili eða keyptar afurðir beint frá býli, þá er upplifunin lituð af þeirri gestrisni og þeim gæðum sem einkenna skagfirska matarframleiðslu.

Rauði þráður ferðanna er matarupplifun. Hér er ætlunin að njóta, ekki þjóta. Svæðistengd ferðaþjónusta sem styður við heimamenn og mannlíf sveitarinnar.

Sælkera- og söguferðir

Við bjóðum upp á fjölbreyttar sælkera- og söguferðir með viðkomustaði víðsvegar um Skagafjörð. Þar má nefna:

  • Lýtingsstaðahrepp hinn forna
  • Austan vatna 
  • Hegraneshring 
  • Hólar og Hjaltadal

Fyrirkomulag ferða

Við reynum að mæta gestum okkar þar sem þeir eru staddir á sínu ferðalagi. Er hópurinn kominn á svæðið? Eða ertu að byrja að skipuleggja ferð um Skagafjörðinn?

Við tökum að okkur að hanna ferð sem er sérsniðin að þínum hóp, hvað varðar lengd ferðarinnar og það sem er innifalið og bjóðum upp á að leiðsögn með heimafólki.

Fyrir enskumælandi hópa

Fyrir enskumælandi hópa höfum við sett saman ferð, sem hefst og endar á Akureyri. 

Hestur, kona á hestbaki
Smakkdiskur
Hvolpar
Geit

Þjónusta Áskaffis

Hópar

Heimsókn í Akrabæinn - Hádegisverður - Kaffiveitingar - Kvöldverður

Scroll to Top