Kaffi / te og pönnukaka
Eins og hjá ömmu
Serríterta Herdísar
Heitt súkkulaði og með því
Fiskisúpa Herdísar
Gúllassúpa Herdísar
Kjötsúpa Herdísar
Gamaldags matur / Smakk diskur
Kaffihlaðborð
Hádegishlaðborð
Héðinsminni er einstaklega heppilegt fyrir tónlistarflutning. Skagfirski kammerkórinn er með söngæfingar þar einu sinni í viku, frá hausti til vors.
Veislusalurinn í Héðinsminni tekur að hámarki um 80 manns í sæti. En hámarksfjöldi gesta í húsið er 140 manns.
Ef áhugi er fyrir því að leigja Héðinsminni til veisluhalda þá er það velkomið.
Leigan er 75.000 kr. fyrir helgina, þ.e. frá kl.12:00 á föstudegi til kl.12:00 á sunnudag frá 1.júní 2024.
Einnig er velkomið að leigja fyrir fundi og fleira. Leitið tilboða.
Innifalið í leigugjaldi er afnot af eldhúsi og þrif á brottfarardegi.
Vantar þig borðdúka í veisluna? Leigan er 3.500 kr. á stk. Þvottur innifalin.
Hámarksfjöldi gesta í gistingu er 10 manns.
Umgengnisreglur og nánari upplýsingar fást þegar komið er á staðinn.
Árið 2024 býður Áskaffi góðgæti upp á árstíðarbundna matarupplifun, fyrsta og síðasta vetrardag, í júnílok og á vetrarsólstöðum.
Þessi árstíðarbundna matarupplifun felst í gómsætum smáréttum sem Brynjólfur Birkir Þrastarson matreiðslumaður og Auður Herdís eigandi Áskaffis góðgætis reiða fram.
Tertusneið
Kaka og kaffi eru eftirsótt fyrir alla
Smáréttadiskur
Hægt er að panta disk með smáréttum fyrir hópa
Súpa og brauð
Súpa og brauð fyrir hópa
Tökum á móti skipulögðum ferðahópum og vinahópum
Áskaffi góðgæti tekur á móti skipulögðum ferðahópum og vinahópum sem vilja koma og þiggja hádegisverð, kaffiveitingar eða kvöldverð.
Fiskisúpa með rúgbrauði er vinsæl í hádeginu og kaffi og sykurpönnuköku ásamt kleinu í miðdagskaffi. Boðið er uppá lambasteik í kvöldverð. Þér er velkomið að hafa samband í síma 6996102 eða hér í gegnum vefsíðuna mína og fá tilboð í veitingar.
Opnunartími sumarið 2024 verður aðallega um helgar og eftir samkomulagi, sjá skipulagða viðburði hér á síðunni.