Áskaffi
Eigandi Áskaffi er Auður Herdís Sigurðardóttir, fædd og uppalin í Skagafirði. Hún hóf að vinna í Áskaffi sem var til húsa í svokölluðu Áshúsi í Glaumbæ sumarið 1998. Árið 2001 keypti Herdís reksturinn og rak Áskaffi í Glaumbæ til ársins 2021 þegar hún flutti hann yfir í Blönduhlíðina. Nú er Áskaffi góðgæti staðsett í félagsheimilinu Héðinsminni.
Um Áskaffi - Ahsig ehf
- Kennitala: 610102-3280
- VSK númer: 74637
- Heimilisfang: Héðinsminni, 561 Varmahlíð
- Herdís í síma: 699 6102
- netfang: askaffi@askaffi.is
Áskaffi góðgæti
Vörumerkið var tekið í notkunn árið 2021 og seldar eru vörur framleiddar undir heitinu Áskaffi góðgæti.
Þjónusta Áskaffis
Góðgæti Áskaffis er vörulína sem Áskaffi framleiðir og kaupa má á sölustöðum í Skagafirði og í höfuðborginni Reykjavík.
Þjónustu við hópa þarf að bóka fyrirfram. Heimsókn í Akrabæinn, hádegisverður, kaffiveitingar eða kvöldverður, það er margt í boði á Akratorfunni, svo það er um að gera að hafa samband og gera boð á undan sér.
Kaffihlaðborð Áskaffis eru haldin fyrstu helgina í júní, júlí, ágúst og september, bæði laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 -18. Hópar stærri en 25 manns, vinsamlegast gerið boð á undan ykkur.
Aðrir viðburðir eru tilfallandi, eins og haustveisla fyrsta vetrardag og jólahlaðborð. Fylgstu með.
Héðinsminni félagsheimilið í Akrahrepp hinum forna er hægt að leigja í dagsleigu, kvöldleigu, helgarleigu og svefnpokapláss fyrir 10 manns.
Töfrar Skagafjarðar eru samstarfsverkefni Áskaffis og Crisscross matarferða. Þar er boðið uppá dagsferð um Skagafjörð, heimsóknir til bænda og frumframleiðenda og matarsmakk úr héraði.
Saga Áskaffis
Þegar Byggðasafn Skagfirðinga eignaðist hús frá Ási í Hegranesi árið 1989 var það flutt að Glaumbæ til að það nýttist safninu sem best. Húsið var byggt á árunum 1883-1886 og átti að þjóna sem sýningar- og geymsluhúsnæði. Þar skyldi einnig leyfa gestum safnsins að njóta gamaldags góðgætis „að hætti ömmu“, til að gefa þeim hugmyndir um íslenska kaffi- og matarmenningu, sem er svo stór hluti af margþættum menningararfi okkar.
Hugmyndin var að safngestir nytu nærandi rammskagfirskra veitinga til viðbótar við heimsókn í gamla torfbæinn í Glaumbæ og á Áshúsloftið þar sem sýningar safnsins voru. Auglýst var eftir kaffistofurekendum með þessum formerkjum og var samið við fjórar nágrannakonur sem stofnuðu Áskaffi og ráku það fyrstu tvö árin.
Kaffistofan var opnuð fyrir almenning 1. júní 1995. Að tveimur árum liðnum tók ein af þessum góð konum, Ásdís Sigurjónsdóttir, við kaffistofurekstrinum og hélt nafninu og þeim samningi sem gerður var á milli safns og kaffistofurekanda í upphafi. Árið 2001 var reksturinn endurskoðaður og nýr aðili, Auður Herdís Sigurðardóttir, keypti rekstrinum og rak Áskaffi í Áshúsinu uns forsvarsmenn safnsins ákváðu að safnið tæki sjálft við kaffistofurekstri þar.
Áskaffi góðgæti er skilgetið „afkvæmi“ Áskaffis í Áshúsi og er enn snarlifandi en nú með öðrum formerkjum en þegar safnið setti því skorður um framboð og úrvinnslumöguleika.
Samstarf safns og Áskaffis var alla tíð mjög gott og gefandi fyrir báða aðila en var alltaf háð húsinu sjálfu og áherslum safnsins.




