
Ekta veisla – kaffihlaðborð.
Með allskonar brauði, kökum og tertum sem Herdís hefur verið að dunda við og skemmta sér að útbúa að undanförnu. Gamaldags og líka eitthvað nýtt sem góðir gestir vonandi geta notið í huggulegu umhverfi í félagsheimilinu Héðinsminni í Skagafirði.
Verðin eru 3.900 kr. fyrir 12 ára og eldri, 2.000 kr. fyrir yngri.
Verið hjartanlega velkomin um verslunarmannahelgina í Skagafjörð.
Recent Comments