Áskaffi góðgæti í jólapakkana?
Hér eru nýjungar sem að hluta til verða aðeins til í takmörkuðu magni.
Eplamauk 180g 1.250 kr.
Eldpiparmauk 180g 1.250 kr.
Gulrótarmauk 180g 1.250 kr.
Rauðkál 280g 1.250 kr.
Karrísíld 280g 1.590 kr.
Brúnterta, lítil 2.000 kr.
Brúnterta, stærri 3.000 kr.
Vínarterta með sveskjusultu, lítil 2.500 kr.
Vínarterta með rabarbarasultu, lítil 2.400 kr.
Vínarterta með rabarbarasultu, stærri 3.500 kr.
Velkomið að setja saman pakka fyrir þig ef þú hefur áhuga. Jólapakki með lagtertubita er frábær jólagjöf, mæli með 🙂
Ekki hika við að hafa samband við mig í síma 6996102 eða með því að senda skilaboð hér á síðunni.
Jólakveðja, Herdís.
Fjölbreytt framleiðsla frá Herdísi og Brynjólfi Birki. Matarhandverk sem unnið er af ánægju og vandað til verka.
Velkomið að panta bæði fyrir einstaklinga og hópa.
Verð 12.900 kr.
Athugið aðeins þessar dagsetningar en við skoðum hvað við getum gert fyrir hópa fleiri en 25 manns.
Verið velkomin í Héðinsminni Skagafirði.
Kveðja, Herdís.
Verið hjartanlega velkomin til Herdísar, Áskaffi góðgæti og Brynjólfs Birkis matreiðslumanns.
Nú haustar hratt og veturinn handan við hornið og við ætlum að bjóða uppá glænýja framleiðslu úr héraði sem verður gæs, grænmeti, lambakjöt og súkkulaði í 4 rétta matarveislu og bragðlaukarnir kætast.
Verðið er 12.900 kr. á mann.
Það styttist í haustveisluna hjá okkur Brynjólfi Birki matreiðslumanni, en hún verður haldin laugardaginn 26. október í Héðinsminni Skagafirði.
4 rétta matarveisla með lambakjöti, berjum og fleira góðgæti sem haustið gefur.
Verðið er 12.900 kr. á mann.
Borðapantanir í síma 6996102 eða á kompan@simnet.is
Langar þig að halda veislu eða mannfagnað?
Hér í Héðinsminni eru salur fyrir um 100 manns í sæti sem þú getur leigt með borðdúkum og skrauti.
Velkomið að gera tilboð í veitingar ef óskað er hvort sem það eru kaffiveitingar eða matarveislur.
Leitið upplýsinga hjá Herdísi í síma 6996102 eða sendi tölvupóst á kompan@simnet.is
Nýlegar athugasemdir