Skip to main content

Myndsaumur – síðasti sýningardagur

Eftir júlí 4, 2024Fréttir

Allra síðasti sýningardagur verður 7. júlí frá kl. 14:00 – 18:00 með útsaumsmyndum Sigríðar Sigurðardóttur. Á þessari sýningu eru glæsilegar útsaumsmyndir og reflar sem flest eru saumuð með íslenska krosssaumnum. Það eru ekki margir sem búa til listaverk með því að sauma út með nál og ullarþræði eins og Sirrí gerir. Myndirnar eru í einkaeigu og margar þeirra segja sögur eigandans. Á sýningunni getum við fengið að njóta og haft gaman af.

Kaka og kaffi á 1.650 kr. eða heitt súkkulaði og rjómapönnukaka á 1.950 kr.

Verið velkomin í Héðinsminni Skagafirði.