Skip to main content
All Posts By

herdis

Kaffihlaðborð Áskaffi góðgæti

By Fréttir

Síðasta kaffihlaðborð Áskaffi góðgæti þetta sumarið verður haldið 6. og 7. september 2025.

Ekta veisla með allskonar kökum og brauði sem ég hlakka til að bjóða ykkur að smakka á og njóta.

Verðið er 3.900 kr. á manninn en 2.000 kr. fyrir yngri en 12 ára.

Verið hjartanlega velkomin í Héðinsminni Skagafirði.

Kveðja,

Herdís

Kaffihlaðborð 6. og 7. september

By Fréttir

Kaffihlaðborð Áskaffi góðgæti í Héðinsminni laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. september frá kl. 14-18.

Tertur, brauð og fleira góðgæti á veisluborðinu.

Verð 3.900 kr. á mann en 2.000 kr. fyrir 12 ára og yngri.

Verið velkomin í Skagafjörð.

Kveðja,

Herdís

Verslunarmannahelgin í Héðinsminni Skagafirði.

By Fréttir

Ekta veisla – kaffihlaðborð.

Með allskonar brauði, kökum og tertum sem Herdís hefur verið að dunda við og skemmta sér að útbúa að undanförnu. Gamaldags og líka eitthvað nýtt sem góðir gestir vonandi geta notið í huggulegu umhverfi í félagsheimilinu Héðinsminni í Skagafirði.

Verðin eru 3.900 kr. fyrir 12 ára og eldri, 2.000 kr. fyrir yngri.

Verið hjartanlega velkomin um verslunarmannahelgina í Skagafjörð.

Kaffihlaðborð Áskaffi góðgæti

By Fréttir

Í sumar verður boðið uppá glæsileg kaffihlaðborð með hnallþórum og allskonar góðgæti sem Herdís eigandi Áskaffi framleiðir og gefur gestum sínum tækifæri á að koma og njóta í fallegu umhverfi í félagsheimilinu Héðinsminni í Skagafirði þar sem Áskaffi er til húsa.

Kaffihlaðborðin verða fyrstu helgi í hverjum mánuði fram á haustið. Opið verður bæði laugardag og sunnudag frá kl. 14-18.

Borðin svigna undan gómsætum kökum og brauði og ég bið ykkur vel að njóta.

Verðið er 3.900 kr. á manninn fyrir 12 ára og eldri, 2.000 kr. fyrir yngri. Ef bókað er fyrir hóp sem telur fleiri en 20 manns þá kostar það 3.500 kr. á manninn. Síminn er 6996102 eða sendið skilaboð hér frá síðunni og ég hef samband við fyrsta tækifæri.

Verið ávallt velkomin til mín í kaffihlaðborð og aðrar veitingar.

Kær kveðja,

Herdís

 

Veisla framundan?

By Fréttir

Ef þig langar að bregða þér af bæ og komast í fallegt og gott kaffihlaðborð eða borða heimilislegan mat í huggulegu umhverfi þá er Héðinsminni rétti staðurinn fyrir þig og þinn hóp. Áskaffi góðgæti framleiðsla þar sem við vinnum með hráefni úr héraði og frá Smáframleiðendum matvæla í Skagafirði.

Ekki hika við að panta fyrir hópinn þinn.

Velkomið að hafa samband hér á síðunni eða hringja í síma 6996102.

Kveðja góð,

Herdís

Dulúð og vatnslitir

By Fréttir

Sýningin Dulúð og vatnslitir sameinar notkun vatnslita með náttúrulegum viðfangsefnum, sem endurspegla áhuga Söru á sveitinni og náttúrunni. Verkin á sýningunni sýna dýpt og mýkt vatnslitanna og hvernig þau fanga dulúð náttúrunnar.

Þetta er fyrsta einkasýning Söru Jónu Emilíu og hér eru seldar frummyndir af kortunum hennar frá 2015 – 2025.

Við lengjum opnunartíma sýningarinnar og höfum OPIÐ UM HELGAR Í MAÍ

Áskaffi góðgæti veitingar til sölu á meðan sýningin stendur.

Verið velkomin.

Sæluvikan í Héðinsminni

By Fréttir

Opnun listasýningar í Héðinsminni laugardaginn 26. apríl Kl. 14:00

Margir þekkja Söru Jónu Emilíu sundkonu og listakonu og nú gefst tækifæri til að skoða vatnslita frummyndirnar af kortunum hennar sem verða til sýnis og sölu í félagsheimilinu Héðinsminni Skagafirði.

Opið í sæluviku alla daga frá kl. 14-17

Veitingar til sölu, kaffi og tertusneið.

Verið velkomin

Jólahlaðborð 7.desember

By Fréttir

Laus sæti á jólahlaðborð 7.desember í Héðinsminni Skagafirði.

Allskonar góðgæti sem gestum bíðst að smakka og njóta í góðum félagsskap.

12.900 á mann

Borðapantanir í síma 6996102