Markaður – notað og nýtt
Opið 1.sept. – 8.sept. frá kl. 15-18 alla dagana í félagsheimilinu Héðinsminni Skagafirði. Allskonar varningur til sölu. Endilega koma við og kíkja á hvað væri hægt að nota áfram og nýta betur. Það verður líka hægt að njóta þess að setjast niður og fá sér kaffi og tertusneið eða 4 smábita á 1.650 kr. Ef þú hefur áhuga á að vera með söluvörur endilega hafðu samband við Herdísi í síma 6996102, leiga fyrir hvert borð 2.500 kr. Verið velkomin í Héðinsminni.










