Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Sunnudaginn 26. maí opnun sýningar með útsaumsmyndum

Eftir Fréttir

Fallegar útsaumsmyndir eftir Sigríði Sigurðardóttur.

Á þessari sýningu eru glæsilegar útsaumsmyndir og reflar sem flest eru saumuð með íslenska krosssaumnum. Það eru ekki margir sem búa til listaverk með því að sauma út með nál og ullarþræði eins og Sirrí gerir. Myndirnar eru í einkaeigu og margar þeirra segja sögur eigandans. Á sýningunni getum við fengið að njóta og haft gaman af.

Heitt súkkulaði og pönnukökur til sölu fyrir þá sem langar að setjast niður og njóta lengur.

Verið hjartanlega velkomin í Héðinsminni Skagafirði.

 

Ný og endurbætt heimasíða

Eftir Fréttir

Það var kominn tími á nýja og flotta heimasíðu, svo við fengum snillingana frá Allra Átta til að setja upp glæsilega og snjallvæna vefsíðu. Allra Átta hefur smíðað marga flotta vefi og sérhæfa sig í vefsíðugerð, leitarvélabestun, wordpress vefhýsingu og allri almennri markaðssetningu á netinu.

Vefurinn keyrir á WordPress og sér Allra Átta um að hann sé í öruggri hýsingu.

Við þökkum fyrir nýja vefinn og vonum að hann þjóni núverandi og verðandi skátum með glæsibrag.

Vefur Allra Átta er hér: www.8.is